Nordic collection

Nordic Collection

Nordic Collection er ný lína hjá Artic house. Þau eru mjög björt og falleg með stórum gluggum og hleypa því birtunni vel inn.

Bjálkinn í útveggjum er 205x275 og uppfyllir því íslenskar byggingarreglugerðir.

Bjálkinn í innveggjum er 135x275

Allt efni er heflað og því eru húsin tilbúin fyrir innréttingar þegar þau hafa verið reist.

Húsin eru gólflaus og gert er ráð fyrir að þau fari á steypta gólfplötu

Með húsunum fylgja allir útveggir og innveggir, allar innihurðir, gluggar og útihurðir. Húsunum fylgir einnig panill í loft, einangrun í loft, 220mm steinull, rakasperruplast yfir einangrun í loft, allt þakefni: þakpappi, þakjárn, þakkjölur, þaksaumur, þakrennur og flasningar á þakgafla.

Efni í verönd fylgir öllum einbýlishúsum frá Artichouse.

Útihurðar og gluggar eru hvítmáluð og opnast út. Í öllum gluggum er þrefallt gler.

Breyta má innra skipulagi eftir óskum viðskiptavina. Einnig má breyta glugga og hurða skipan

Sjá slóð hér að neðan á Nordic Collection húsin frá Artichouse

http://www.artichouse.fi/versatile-and-bespoke-log-home-collections/nordic-collection/