Nordic collection

Nordic Collection

Nordic Collection er ný lína hjá Artic house. Þau eru mjög björt og falleg með stórum gluggum og hleypa því birtunni vel inn.

Það er hægt að fá þau bæði sem bjálkahús og grindarhús.

Bjálkinn í útveggjum er 205x275 og uppfyllir því íslenskar byggingarreglugerðir.

Bjálkinn í innveggjum er 135x275

Allt efni er heflað og því eru húsin tilbúin fyrir innréttingar þegar þau hafa verið reist.

Húsin eru gólflaus og gert er ráð fyrir að þau fari á steypta gólfplötu

Með húsunum fylgja allir útveggir og innveggir, allar innihurðir, gluggar og útihurðir. Húsunum fylgir einnig panill í loft, einangrun í loft, 220mm steinull, rakasperruplast yfir einangrun í loft, allt þakefni: þakpappi, þakjárn, þakkjölur, þaksaumur, þakrennur og flasningar á þakgafla.

Efni í verönd fylgir öllum einbýlishúsum frá Artichouse.

Útihurðar og gluggar eru hvítmáluð og opnast út. Í öllum gluggum er þrefallt gler.

Breyta má innra skipulagi eftir óskum viðskiptavina. Einnig má breyta glugga og hurða skipan

Sjá slóð hér að neðan á Nordic Collection húsin frá Artichouse

http://www.artichouse.fi/versatile-and-bespoke-log-home-collections/nordic-collection/