Öll einbýlishúsin frá Artichouse uppfylla allar íslenskar byggingareglugerðarkröfur sem íbúðarhús

Bjálkinn í útveggjum er 200x183mm og 113x183mm í innveggjum.

Húsin eru gólflaus og gert er ráð fyrir að þau fari á steypta gólfplötu

Með húsunum fylgja allir útveggir og innveggir, allar innihurðir, gluggar og útihurðir. Húsunum fylgir einnig panill í loft, einangrun í loft, 220mm steinull, rakasperruplast yfir einangrun í loft, þakpappi, þakjárn, þakkjölur, þaksaumur, þakrennur og flasningar á þakgafla. Það þýðir að þegar húsið hefur verið reist er það tilbúið undir innréttingar.

Efni í verönd fylgir öllum einbýlishúsum frá Artichouse.

Útihurðar og gluggar eru hvítmáluð og opnast út. Gluggar eru með þreföldu gleri.