Volundarhus stick Volundarhus stick

HÚSIN OKKAR

Ef þú ert að leita að þægilegu og fallegu gestahúsi, garð-, eða sumarhúsi eða annarskonar byggingu úr bjálka þá ættirðu að finna það hjá okkur. Þú getur valið úr stöðluðum húsum á heimasíðunni, komið með þínar eigin teikningar eða haft samband við okkur og við reynum að finna hús sem hentar þér. Við bjóðum einnig upp á breytingar á innra og ytra skipulagi á okkar stöðluðu teikningum.

Húsin koma ósamsett, en innifalið í verði er allt viðarverk í húsin, hurðar og gluggar með einföldu gleri í garðhúsum og tvöföldu gleri í gestahúsum. Öll garðhús og gestahús frá Völundarhúsum eru sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður með tvöfaldri nót og 28mm til 90mm bjálka.

Húsin afhendast ýmist á hafnarbakka í Reykjavík eða hjá Eimskipum í Hafnarfirði.

Sumarhúsin og einbýlishúsin úr bjálka koma í 200 - 205mm þykkum bjálka og geta uppfyllt einangrunarkröfur samkvæmt íslenskum byggingareglugerðum sem heilsár íbúðarhús.

Völundarhús býður upp á íbúðar og sumarhús frá samstarfsaðilum sínum í Eistlandi. Húsin er hönnuð á Íslandi í samræmi við íslenska staðla og byggingarreglugerð.

Einnig bjóðum við upp á efnispakka úr einingum fyrir parhús, einbýlishús og sumarhús.

Til að skoða sölu- greiðslu- og viðskiptaskilmála Völundarhúsa ehf smellið hér

Við erum með garðhús og gestahús til sýnis að Bogatröð 25, 235 Reykjanesbæ. Þar er hægt að skoða húsin og sjá úr hverju þau eru gerð.

Fáðu nýjustu tilboðin

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu nýjustu tilboðin beint í pósthólfið þitt

* skyldað